Nýtt fræðsluefni
Tvær nýjar „handbækur“ um upplýsingatækni eru nú aðgengilegar á UT-vefnum. Vefhandbók um opinbera vefi er leiðarvísir um uppsetningu og viðhald vefja. Stafrænt frelsi er fræðsluefni um opinn og frjálsan hugbúnað, opna staðla og frjálst samfélag.
Handbækurnar eru liður í að auka fræðslu til þeirra sem fást við upplýsingatækni hjá opinberum aðilum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum.
Verkefnin eru liður í innleiðingu stefnu stjórnvalda um upplýsingasamfélagið, Netríkið Ísland, og stefnu um opinn og frjálsan hugbúnað.