Staða barna í mismunandi fjölskyldugerðum
Nefnd, sem skipuð var af félags- og tryggingamálaráðherra til að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra, hefur skilað ráðherra skýrslu um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Tillögur nefndarinnar flokkast í þrjú meginsvið, sifjamál og félagsleg stöðu barna, fræðslu og ráðgjöf til barnafjölskyldna og fjármál barnafjölskyldna. Tillögur sem lagðar eru fram í skýrslunni falla undir fjögur ráðuneyti, þ.e. dómsmálaráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti.
Skýrsla um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum (PDF, 1.220KB)