Rafræn eyðublöð og XML skema
Út er komin skýrsla sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið, þar sem fjallað er um gerð XML skema fyrir rafræn samskipti m.a. með tilliti til rafrænna eyðublaða. Í hennni er lögð fram frumgerð að tilraunaútgáfu á stöðlungi1 sem lýst er með XML skema.
Í skýrslunni er einnig að finna lýsingu á því hvernig þriðji aðili getur nýtt sér stöðlunginn (XML skemað) og verkferli sem nota má við endurskoðun og uppfærslu á honum.
Það er von þeirra sem að þessu verkefni standa að þau skemu og sú aðferðafræði sem þessi skýrsla fjallar um verði til þess að hraða tilurð sameiginlegs skilnings, aðferðafræði og staðals um rafræn samskipti hins opinbera og vera þannig hvati og fyrirmynd.
-
Rafræn eyðublöð og XML skema - skýrslan í heild sinni (pdf skjal)
-
Athugasemdir með skýrslunni (pdf-skjal)
Með skýrslunni fylgja eftirtalin skjöl:
- Iceland-Formular-1.0.xsd
Yfirskema sem inniheldur hin. Eyðublað sem element og complex structure.- Iceland-Common-1.0.xsd
Sameiginlegar almennar skilgreiningar. Helstu nytjaeiningar eyðublaðs
skilgreindar.- island.is-enum-1.0.xsd
Grunneigindi. Notað til að halda utan um stoðtöflur og atóms eigindi.- Formular.doc
Formular.pdf
Lýsing á skemanu sem er búin til sjálfvirkt með Altova XmlSpy- Dæmi um eyðublað á XML formi