Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um álagningu og greiðslu útvarpsgjalds

Um síðustu áramót lagðist af innheimta afnotagjalds fyrir afnot útvarps og sjónvarps.
Útvarp
utvarp

Um síðustu áramót lagðist af innheimta afnotagjalds fyrir afnot útvarps og sjónvarps. Þess í stað var tekið upp útvarpsgjald sem skattstjórar leggja á samhliða álagningu opinberra gjalda ár hvert. Um fjárhæð gjaldsins, innheimtu, sem og undanþágu frá gjaldinu er fjallað í 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf.
Fjárhæð gjaldsins er 17.200 kr. og leggst það á einstaklinga sem skattskyldir eru hér á landi og lögaðila (félög, sjóðir, stofnanir og fyrirtæki) sem skattskyldir eru og bera sjálfstæða skattaðild.
Undanþegnir gjaldinu eru þeir einstaklingar sem ekki sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það fellt niður skv. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, en þeir eru:

  • börn innan 16 ára aldurs,
  • þeir sem eru 70 ára og eldri í lok þess árs sem næst er á undan álagningarárinu,
  • þeir sem hafa tekjuskattsstofn samtals lægri en 1.143.352 kr á því ári sem næst er á undan álagningarárinu. Þegar um er að ræða hjón eða samskattað fólk er sameiginlegum fjármagnstekjum skipt jafnt á milli þeirra þegar tekjuviðmiðunin er fundin. Tekjuviðmiðunin breytist árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti og innheimtuhlutfalli.
  • aldraðir og öryrkjar undir 70 ára aldri sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Í 2. mgr. 11. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf. var upphaflega við það miðað að gjalddagi gjaldsins hjá einstaklingum væri einn eða 1. ágúst ár hvert. Menntamálaráðherra lagði nú á sumarþingi fram lagafrumvarp um að gjalddögum einstaklinga yrði fjölgað úr einum í þrjá. Hefur Alþingi nú samþykkt lög um að gjalddagar einstaklinga verði 1. ágúst, 1. september og 1. október. Gjalddagi gjaldsins hjá lögaðilum er 1. nóvember.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta