Hoppa yfir valmynd
10. september 2009 Forsætisráðuneytið

Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum

Ríkisskattstjóri hefur gert úttekt á frjálsum og opnum skrifstofuhugbúnaði fyrir forsætisráðuneytið. Verkefni RSK fólst annars vegar í að prófa helstu kerfishluta OpenOffice.org og hins vegar í að prófa samskipti innanhússkerfa RSK við hugbúnaðinn. Kannaðir voru kerfishlutar OpenOffice.org hugbúnaðarins með sérstakri áherslu á ritvinnslu-, töflureiknis-, glærukynningar- og gagnaskrárhlutana. Hugbúnaðurinn var skoðaður m.a. með tilliti til þess hvort aðgerðir sem notendur eru vanir úr Microsoft Office skrifstofuvöndlinum séu til staðar, t.d. varðandi fjölva og hvort aðgerðir taki lengri eða skemmri tíma.

Niðurstaða RSK er sú að OpenOffice.org fullnægi að mestu leyti þörfum starfsmanna skattkerfisins og að ekki sé þörf fyrir mikla kennslu við umskiptin. Enn fremur er talið líklegt að auðvelt sé að breyta flestum innanhússkerfum svo að hægt sé að eiga samskipti við OpenOffice.org.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta