Endurskipulagning sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu
Endurskipulagning sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu: Greining á kostnaði og ábata af tilfærslu verkefna
Starfshópur undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur lagði fram tillögur til heilbrigðisráðherra að ýmsum aðgerðum til endurskipulagningar sjúkrahúsþjónustu á Kragasvæðinu, í skýrslunni „Frá orði til athafna“ þann 22. september 2009. Í framhaldi af því var farið yfir viðeigandi gögn um starfsemi og rekstur viðkomandi stofnana og gerð kostnaðarábatagreining á þremur megintillögunum, þ.e. endurskipulagningu þjónustu í skurðlækningum, fæðingum og kvensjúkdómum, og seinni hluta sjúkrahúsmeðferðar (þ.e. flutningi sjúklinga af LSH á umdæmissjúkrahús að lokinni fyrstu meðferð, þ.e. “post-acute” meðferð).
Hér á eftir er gerð grein fyrir lykilstærðir í tengslum við hverja tillögu, auk yfirlits um launakostnað á hverri stofnun. Að lokum er stutt yfirlit um niðurstöður kostnaðarábatagreiningarinnar. Allar tölulegar upplýsingar eru byggðar á árinu 2008.