Velferðarvísar í íþróttafélögum: Niðurstöður vefkönnunar meðal íþróttafélaga
Mennta- og menningarmálaráðuneyti framkvæmdi í nóvember könnun meðal íþróttafélaga um stöðu nokkurra lykilþátta í starfsemi þeirra. Leitað var álits forystufólks íþróttafélaganna á því hvort breytingar hafi orðið á íþróttastarfinu eftir efnahagshrunið. Er þetta einn þáttur í því að fylgjast með hugsanlegum afleiðingum efnahagshrunsins með markvissum hætti.
Niðurstöðurnar hafa verið kynntar fyrir velferðarvaktinni sem samræmir alla upplýsingaöflun og aðgerðir sem lagðar eru til í velferðarmálum. Könnunin var send til forystufólks 373 íþróttafélaga og svöruðu 101 af þeim könnuninni.
- Velferðarvísar í íþróttafélögum (PDF - 298KB)