Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrslit í samkeppni um hönnun framhaldsskólabyggingar í Mosfellsbæ

Úrslit í samkeppni um hönnun húsnæðis Framhaldsskólans í Mosfellsbæ voru kynnt í dag. Tillaga arcihitecture.cells, alþjóðlegs nets arkitekta og hönnuða, bar sigur úr bítum.
Hönnun húsnæðis framhaldsskólans í Mosfellssbæ
Honnun_husnadis_framhaldsskolans_i_Mosellsba

Úrslit í samkeppni um hönnun húsnæðis Framhaldsskólans í Mosfellsbæ voru kynnt í dag. Tillaga arcihitecture.cells, alþjóðlegs nets arkitekta og hönnuða, bar sigur úr bítum. Stefnt er að því að hönnun ljúki vorið 2011. Þau Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar kynntu úrslitin í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag.

Alls bárust 39 tillögur í keppnina sem að mati dómnefndar voru fjölbreyttar, frumlegar og metnaðarfullar. Dómnefnd lagði áherslu á að velja snjallar og frumlegar hugmyndir með það að meginmarkmiði að finna tillögu sem leysir viðfangsefnið í heildstæðri og vel útfærðri hönnun. Ákveðið var að veita þremur tillögum verðlaun, tveimur tillögum viðurkenningu með innkaupum og einni tillögu viðurkenninguna athyglisverð tillaga.

Sem fyrr segir kom vinningstillagan frá architecture.cells og eru höfundar hennar þau Aðalheiður Atladóttir, Falk Krüger og Filip Nosek. Var dómnefnd einróma á þeirri skoðun að tillagan hefði þá sérstöðu sem leitað var eftir og mælti með henni til frekari útfærslu en stefnt er að því að hönnun ljúki vorið 2011. Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir m.a. að hún sýni mjög fallega, áhugaverða og lifandi byggingu þar sem nemendur eru sýnilegir umhverfinu jafnt úti sem inni.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Mosfellsbær gerðu með sér samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ þann 19. febrúar 2008. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir að hefja kennslu í bóklegum greinum á fyrsta ári framhaldsnáms haustið 2009. Ákveðið var að byggt yrði nýtt skólahúsnæði í miðbæ Mosfellsbæjar eins fljótt og verða mætti. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði síðan dómnefnd þann 29. apríl 2009 sem hafði það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun húsnæðis Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta