Greining á námsferli heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda við 24 ára aldur
Að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur Hagstofa Íslands unnið greiningu á námsferli heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda við 24 ára aldur.
Skoðuð var skráning heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda sem fæddir eru á árunum 1979-1985 í nemendaskrá Hagstofu Íslands og námslok samkvæmt prófaskrá til 24 ára aldurs. Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við sambærilegar upplýsingar um alla nemendur sem fæddir eru árið 1982 sem Hagstofa Íslands birti í júní 2008 .