Hoppa yfir valmynd
15. júní 2010 Forsætisráðuneytið

Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands

Nefnd um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands hefur skilað áfangaskýrslu. Þar eru settar fram ýmsar tillögur er lúta að innri starfsháttum Stjórnarráðsins og leiðum til þess að bæta og styrkja mannauðs- og þekkingarstjórnun innan þess. Þá er markmiðið að skýra og styrkja hlutverk faglegrar stjórnsýslu annars vegar og pólitískrar yfirstjórnar hins vegar. Í síðari skýrslu nefndarinnar verður fjallað um starfshætti ríkisstjórnar, samvinnu milli ráðuneyta og samskipti ráðuneyta og ríkisstofnana.

Tillögurnar í áfangaskýrslunni eru nú til umfjöllunar á vettvangi forsætisráðuneytisins, ríkisstjórnarinnar og ráðuneytanna. Ennfremur er almenningur hvattur til að senda forsætisráðuneytinu athugasemdir við skýrsluna fyrir 15. ágúst næstkomandi á netfang ráðuneytisins: [email protected].

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands á haustþingi 2010.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta