Varasjóður húsnæðismála - Ársskýrsla 2009
Árið 2009 greiddi Varasjóður húsnæðismála út 79,9 milljónir króna vegna sölu félagslegra íbúða sveitarfélaga. Engin framlög voru hins vegar greidd á árinu vegna rekstrarhalla eða auðra íbúða sveitarfélaganna.
Frá því að Varasjóður húsnæðismála hóf störf árið 2002 hefur sjóðurinn veitt framlög til sveitarfélaga vegna félagslega húsnæðiskerfisins að fjárhæð 1.973,6 milljónir króna. Á tímabilinu 2002–2009 námu söluframlögin 1.424,8 milljónum króna vegna sölu á 431 íbúð og rekstrarframlögin 573,6 milljónum króna. Einnig hafa 5,2 milljónir króna runnið til framlaga vegna niðurrifs á ónýtu húsnæði. Sjá nánar í meðfylgjandi skýrslu.