Heilbrigðisstofnanirnar Sauðárkróki og Blönduósi: Starfsemisgreining
Vorið 2010 var settur á laggirnar vinnuhópur innan heilbrigðisráðuneytisins sem var ætlað að skoða möguleika á nánari samvinnu eða sameiningu heilbrigðisstofnananna á Blönduósi og Sauðárkróki í kjölfar fundar sem heilbrigðisráðherra átti með forstjórum þessara heilbrigðisstofnana og þingmönnum Norðurlands vestra.
Vinnuhópurinn hafði minnisblað frá forsætis- og fjármálaráðherra frá 16. febrúar 2010 um sameiningu ráðuneyta og stofnanna til hliðsjónar við vinnu sína. Fundir hafa verið haldnir með forstjórunum og þingmönnum kjördæmisins. Í vinnuhópnum áttu sæti Ingimar Einarsson, Einar Jón Ólafsson, Gunnar Alexander Ólafsson, Margrét Björk Svavarsdóttir,Gísli Aðalsteinsson, Ólafur Gunnarsson og Guðrún Auður Harðardóttir. Hópurinn hefur nú skilað skýrslu um möguleika á sameiningu heilbrigðisstofnananna.