Hoppa yfir valmynd
6. október 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýr samningur um heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum

Undirritaður hefur verið nýr samningur um heilsueflingu og forvarnir (HOFF) í framhaldsskólum milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar, heilbrigðisráðuneytisins, samtaka framhaldsskólanemenda, Félags íslenskra framhaldsskóla og Ráðgjafanefndar um æskulýðsrannsóknir.

Undirritun samnings um heilsueflingu og forvarnir
Undirritun samnings um heilsueflingu og forvarnir

Undirritunin fór fram í Flensborgarskóla í Hafnarfirði þann 10.10.10 að viðstöddu miklu fjölmenni.  Á sama tíma fóru fram mikil hátíðarhöld í skólanum, m.a. vegna þess að skólinn telst nú forystuskóli heilsueflandi framhaldsskóla.  Heilsueflandi skóla verkefnið er unnið undir merkjum HOFF-samstarfsins en alls hafa 23 framhaldsskólar víðs vegar af að landinu sótt um að verða heilsueflandi skóli.
Árið 2007 var gerður samningur í heilsueflingu og forvörnum í framhaldsskólum til þriggja ára, milli ofangreindra aðila, en sá samningur rennur út í haust. HOFF-verkefnið hefur það markmið að stuðla að bættri almennri líðan og heilsu nemenda, bæta og efla ráðgjöf við nemendur á sem flestum sviðum sem snerta velferð þeirra og hvetja nemendur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og stuðla að heilbrigðum og sjálfbærum lífsháttum. Eins og áður verður haldið áfram að vinna ötullega að áfengis- og fíkniefnaforvörnum og í nýjum samningi er ennfremur aukin áhersla á að efla kynheilbrigði og geðrækt meðal ungs fólks.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta