Ný drög að aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur birt drög að nýrri aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á vef ráðuneytisins. Námskrárdrögin eru unnin með hliðsjón af ákvæðum laga um þessi skólastig. Einnig hafa verið birt drög að sameiginlegum inngangskafla fyrir aðalnámskrár skólastiganna þriggja. Þar er fjallað um hlutverk aðalnámskrár, almenna menntun og gæðaeftirlit.
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum við drög að inngangskafla og aðalnámskrám leikskóla og framhaldsskóla er til 20. desember 2010. Drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla voru birt 14.júlí 2010 og rann umsagnarfrestur út 1. nóvember 2010.
Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið bregðast við innkomnum ábendingum og athugasemdum og stefnt er að útgáfu á vef ráðuneytisins í byrjun árs 2011.
Drögin eru aðgengileg á: menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/drog-ad-nyjum-namskram