Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Atvinnuvegur stígur inn í dagsljósið

Síðastliðið vor hófst vinna við rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi á heildstæðan hátt.  Þann 1. desember verða tölulegar niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og er óhætt að segja að þær munu koma mörgum á óvart.

Boð á kynningar- og fréttamannafund:
  • Hvenær: Miðvikudaginn 1. desember 2010 klukkan 11:00-12:00.
  • Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgötu 52 í Reykjavík.
  • Hvað: Kynning á tölulegum niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina.

Síðastliðið vor hófst vinna við rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi á heildstæðan hátt. Rannsóknin er unnin  að frumkvæði samráðsvettvangs skapandi greina og fjármögnuð af fimm ráðuneytum og Íslandsstofu. Rannsóknina unnu Colin Mercer, sérfræðingur, Tómas Young, rannsakandi og Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina og lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Á Norðurlöndunum og í Evrópu hefur sú þróun orðið að skapandi greinar teljast nú sjálfstæður atvinnuvegur og sýna rannsóknir að í honum er einna mestur og hraðastur vöxtur. Því er ljóst að heildstæð greining á þætti skapandi greina í hagkerfinu er mikilvæg fyrir stjórnvöld þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi atvinnuuppbyggingu og samkeppnishæfni.
 Þann 1. desember verða tölulegar niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og er óhætt að segja að þær munu koma mörgum á óvart. Í raun má segja að þær dragi fram í dagsljósið atvinnuveg sem fáir hafa áttað sig á að er einn af undirstöðuatvinnuvegum landsins.

  • Við bjóðum því alla fjölmiðla velkomna á þennan kynningarfund í Bíó Paradís.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta