Opnun íslenskrar heimasíðu um heimsminjasamning UNESCO
Fimmtudaginn 9. desember kl. 11 verður ný heimasíða um heimsminjasamning UNESCO opnuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
Fimmtudaginn 9. desember kl. 11 verður nýr vefur um heimsminjasamning UNESCO opnuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Heimsminjasamningurinn miðar að því að vernda bæði menningarminjar og náttúruminjar sem eru einstakar í heiminum.
Á vefnummá finna upplýsingar og fréttir um heimsminjasamninginn, aðild Íslands að honum og vinnu hér á landi í því sambandi. Meðal þess eru upplýsingar um hvernig unnið er að tilnefningu staða á heimsminjaskrána og hvaða kröfur eru gerðar til gagna. Einnig má finna fundargerðir heimsminjanefndar Íslands, upplýsingar um Þingvelli og Surtsey en það eru íslensku staðirnir á heimsminjaskránni og margt fleira.