Áfangar í eflingu heilsugæslunnar: Skýrsla nefndar heilbrigðisráðherra
Þann 2. mars 2010 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd til þess að leggja fram tillögur um hvernig unnt verði að efla stöðu heilsugæslunnar og tryggja að landsmenn geti búið við sem jafnasta kosti í heilsufarslegum efnum.
Í skipunarbréfi nefndarinnar óskar heilbrigðisráðherra eftir tillögum um á hvern hátt unnt sé að innleiða tilvísunarskyldu í heilbrigðisþjónustu. Einnig er þess farið á leit við nefndina að hún geri tillögur um önnur atriði sem tengjast heilsugæslu, svo sem forvarnir, fræðslu, kennslu, heilsugæslu í skólum, barnalækningar, tannvernd, tannlæknisþjónustu og læknavaktina.