Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2011 Matvælaráðuneytið

Greinargerð starfshóps um lánastarfsemi Byggðastofnunar

Í nóvember s.l. skipaði iðnaðarráðherra starfshóp til að fjalla um lánastarfsemi Byggðastofnunar, en þá var eigið fé stofnunarinnar komið undir lögbundið lágmark.

Starfshópnum var falið að áætla hvað ríkissjóður þurfi að leggja mikla fjármuni á næstu 5 árum til starfsemi stofnunarinnar miðað við óbreytta lánastarfsemi. Starfshópnum var einnig falið að meta hvaða breytingar þurfi að gera á lánastarfsemi Byggðastofnunar ef miða á við að hún standi undir sér. Loks var hópnum falið að meta hvaða áhrif það hefði á atvinnulíf á landsbyggðinni ef lánastarfsemi Byggðastofnunar yrði alfarið hætt.

Starfshópurinn hefur skilað greinargerð með niðurstöðum sínum. Í tilefni af vinnu starfshópsins vann Byggðsstofnun rekstraráætlun til fimm ára og einnig var fyrirtækið Creditinfo fengið til að vinna greiningu á stöðu fyrirtækja á starfssvæði Byggðastofnunar. Bæði skjölin eru í viðauka með greinargerðinni.

Iðnaðarráðherra mun í framhaldinu skipa nefnd með fulltrúum allra þingflokka og fulltrúum úr stjórn Byggðastofnunar til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar. Iðnaðarráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum í nefndina.

Greinargerð starfshópsins má sjá hér.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta