Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Túlkaþjónusta fyrir innflytjendur

Innflytjendaráð hefur látið gera úttekt á stöðu túlkaþjónustu fyrir innflytjendur hér á landi auk samantektar um lagaumgjörð þessarar þjónustu á Norðurlöndunum. Markmið innflytjendaráðs með þessari vinnu er að leggja grunn að framtíðartilhögun þessara mála á Íslandi.

Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur gerði úttektina fyrir innflytjendaráð og eru niðurstöðurnar birtar í ítarlegri skýrslu um verkefnið. Í skýrslunni er gerð grein fyrir umfangi túlkaþjónustu hér á landi. Auk yfirlits um lög og reglur um túlkaþjónustu á Norðurlöndunum og á Íslandi er í sérstökum kafla fjallað um stjórnsýslulög og hvernig meginreglur þeirra hafa verið túlkaðar á Norðurlöndunum.

Fjallað er um við hvaða aðstæður sé brýn þörf á þjónustu túlka, um menntun þeirra og menntunarkröfur, hvernig unnt sé að nota þjónustu túlka á sem markvissastan hátt og einnig er fjallað um mögulega notkun á þýddu efni, orðalyklum og öðrum leiðum sem geta komið í stað túlkaþjónustu þegar það á við.

Í lok skýrslunnar eru lagðar fram tillögur um hvernig haga megi lagasetningu um túlkaþjónustu og tilhögun hennar svo tryggja megi túlkun þegar þörf er á án þess að það verði of íþyngjandi fyrir stjórnvaldið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta