Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Frjálsi dagurinn – á Akureyri 25. febrúar 2011

Mennta- og menntamálaráðuneytið stendur fyrir Frjálsa deginum í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri. Frjálsi dagurinn er dagur helgaður notkun og innleiðingu frjáls og opins hugbúnaðar í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi.

Mennta- og menntamálaráðuneytið stendur fyrir Frjálsa deginum í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri.
Frjálsi dagurinn er dagur helgaður notkun og innleiðingu frjáls og opins hugbúnaðar í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi.
Á Frjálsa deginum munu framhaldsskólarnir á Akureyri segja frá sinni reynslu við innleiðingarferlið, auk þess verða kynningar og umræður um miðlæga gagnagrunna, samfélagsvefi, myndvinnslu og fleira.
Í  lok ársins 2010 gátu skólar sent inn tillögur að verkefnum sem tengjast frjálsum og opnum hugbúnaði. Í febrúar 2011 gafst skólum svo kostur á að aðstoða ráðuneytið að forgangsraða verkefnunum í þar til gerðu kerfi (http://forgangur.frodi.is). Á Frjálsa deginum mun verða tilkynnt hver af þessum verkefnum fá fjárveitingu frá Verkefnastjórn um Upplýsingasamfélagið og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
 

Dagskrá:

Fyrir hádegi

Staðsetning: Menntaskólinn á Akureyri

10:00-10:15   Morgunkaffi
10:15-10:30   Opnun  
10:30-11:00   Frjáls hugbúnaður í MA  
11:00-11:30   Umræður um frjálsan hugbúnað í skólum  
11:45-12:45   Hádegismatur á Strikinu

Eftir hádegi

Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri

13:00-13:30   Frjáls hugbúnaður í VMA
13:30-13:45   Aðgerðir opinberra aðila  
13:45-14:15   Umræður um það sem stendur í vegi innleiðingar frjáls hugbúnaðar
14:15-14:45   Myndvinnsla með frjálsum hugbúnaði  
14:45-15:15   Miðlægir gagnagrunnar  
15:15-15:30   Kaffi
15:30-16:15   Vinnustofa: Samfélagsvefir í kennslu  
16:15-16:45   Umræður um hvernig skólar geta hjálpast að
16:45-17:00   Verkefni sem fá fjárveitingu frá Upplýsingasamfélaginu
17:00-17:30   Umræður um samstarfsgrundvöll styrktra verkefna
17:30-18:00   Hvað svo? Tillögur að næstu skrefum

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta