Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samstarf við Menntaskólann Hraðbraut ekki endurnýjað

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú lokið endurskoðun á samstarfi sínu við Menntaskólann Hraðbraut og telur ekki forsendur fyrir endurnýjun á þjónustusamningi við skólann.

Helstu atriði:

  • Þjónustusamningur við Menntaskólann Hraðbraut verður ekki endurnýjaður.
  • Nemendum verður gert kleift að ljúka námi sínu við skólann.
  • Uppgjör vegna ofgreiddra ríkisframlaga fer fram við lok núgildandi samnings. 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú lokið endurskoðun á samstarfi sínu við Menntaskólann Hraðbraut og telur ekki forsendur fyrir endurnýjun á þjónustusamningi við skólann. Þessi niðurstaða byggir einkum á skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamnings við Hraðbraut, áliti menntamálanefndar Alþingis og viðræðum sem ráðuneytið hefur átt í við forsvarsmenn skólans.

Mennta- og og menningarmálaráðuneytið hefur náð samkomulagi við forsvarsmenn Menntaskólans Hraðbrautar um að nemendur sem hófu nám sl. haust verði gert kleift að ljúka námi sínu við skólann á vorönn 2012. Byggir þetta samkomulag á ströngum skilyrðum sem eiga sér stoð í fyrrgreindum álitsgerðum Ríkisendurskoðunar og menntamálanefndar Alþingis. Engin röskun verður því á stöðu nemenda sem nú stunda nám við skólann vegna þessa.

Uppgjör vegna ofgreiddra fjárframlaga mennta- og menningarmálaráðuneytis til Menntaskólans Hraðbrautar mun fara fram við lok gildistíma núgildandi þjónustusamnings þann 31. júlí næst komandi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta