Hoppa yfir valmynd
10. mars 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framtíð íslenskrar tungu í háskólum á Íslandi - Málþing mennta- og menningarmálaráðuneytis og Íslenskrar málnefndar

Markmiðið með málþinginu er að koma af stað umræðu um stöðu tungunnar í háskóla samfélaginu og hvernig framtíð hennar þar verði best tryggð.

  • fimmtudaginn 10. mars kl. 14.30–17.00
  • í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands
Í íslenskri málstefnu, sem Alþingi samþykkti sem þingsályktun 12. mars 2009, er kveðið á um að tryggja skuli stöðu íslenskrar tungu í háskólum á Íslandi. Þetta er vandasamt verkefni því að háskólastarf er í eðli sínu alþjóðlegt og því sjálfsagt að í íslensku háskólasamfélagi séu notuð fleiri tungumál en íslenska. Markmiðið er því ekki að ryðja burt ensku eða öðrum erlendum tungumálum úr íslensku háskóla samfélagi heldur að tryggja stöðu íslensku þar í sambýli við önnur tungumál.

Í tilefni af þessu efna mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íslensk málnefnd til málþings um framtíð íslenskrar tungu í háskólasamfélaginu á Íslandi fimmtudaginn 10. mars kl. 14.30–17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Markmiðið með málþinginu er að koma af stað umræðu um stöðu tungunnar í háskóla samfélaginu og hvernig framtíð hennar þar verði best tryggð.

Dagskrá:


  • Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið
  • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík

  • Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

  • Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst

  • Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

  • Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands

  • Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum

  • Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri

Fundarstjóri: Guðrún Kvaran, prófessor og formaður Íslenskrar málnefndar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta