Hoppa yfir valmynd
17. mars 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

80 milljónir í styrki til að bæta þjónustu við börn

Veittar verða 80 milljónir króna í styrki til fjölbreyttra verkefna með það að markmiði að efla og bæta nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. 

Börn að leik
Börn að leik

Veittar verða 80 milljónir króna í styrki til fjölbreyttra verkefna með það að markmiði að efla og bæta nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Í fyrra var einnig úthlutað 80 milljónum króna í þessu skyni.

Styrkirnir eru veittir á grundvelli samstarfssamnings mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, velferðarráðuneytis,  og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilraunaverkefni til styrktar langveikum börnum og börnum með ofvirkni og athyglisbrest sem undirritaður var 4. desember 2009. Í samningnum er gert ráð fyrir að veita styrki til verkefna af þessum toga árlega í þrjú ár og hefur nú verið úthlutað í tvö skipti.

Alls bárust umsóknir um styrki til 125 verkefna frá 36 aðilum, þ.e. sveitarfélögum, samtökum sveitarfélaga og skólaskrifstofum, fyrir rúmar 319 milljónir króna en sem fyrr segir voru 80 milljónir króna til ráðstöfunar.

Verkefnisstjórn fór yfir styrkumsóknirnar og byggði við mat á þeim á skýrslum tveggja starfshópa frá árinu 2008 um þjónustuúrræði fyrir langveik börn og bætta þjónustu við börn með ofvirkni og athyglisbrest. Einnig byggði verkefnisstjórnin á áliti foreldra um forgangsröðun þjónustu samkvæmt rýnihóparannsókn sem velferðarráðuneytið stóð fyrir um svipað leyti.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, hafa staðfest tillögu verkefnisstjórnar um úthlutun styrkjanna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta