Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sumarstörf í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga,  fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Í boði eru 6 sumarstörf hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Brottfelling laga og reglugerða

Undirbúningur á brottfellingu laga og reglugerða sem falla undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og samanburður á gjaldtökuheimildum í lögum sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins.
  • Menntunar- og hæfniskröfur: Þriggja ára lögfræðinámi lokið

  • Umsóknarfrestur: 8.5.2011

  • Sækja um starfið

Úrvinnsla og skráning gagna

Starfið felst í að flokka og greina tiltekin gögn er varða úthlutun úr sjóðum til ýmissa verkefna í framhaldsskólum, efnisgreina þau og kortleggja eftirfylgni og afrakstur.
  • Menntunar- og hæfniskröfur: Starfið hentar nemum í menntunarfræðum, félagsvísindum og tölvunarfræðum, en slík reynsla er ekki skilyrði.

Rafræn skráning upplýsinga og úrvinnsla tölfræðigagna

Starfið felst í rafrænni skráningu frumgagna ásamt flokkun og uppfærslu tölfræðigagna á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar. Fyrirliggjandi gögn eru m.a spjaldskrár yfir námssamninga, nemendatölur fyrir námsúrræði atvinnuleitenda og samanburður upplýsinga sem tengjast starfsgreinaráðum.
  • Menntunar- og hæfniskröfur:

    Starfið hentar nemum í menntunarfræðum, félagsvísindum og tölvunarfræðum, en slík reynsla er ekki skilyrði.

Úrvinnsla og skráning gagna

Verkefnið snýst um að taka saman upplýsingar um fyrirkomulag háskólamenntunar og vísinda á Íslandi. Taka saman texta og tölfræði um þessa málaflokka. Ætlunin er að gefa út samantektina í bæklingi á íslensku og ensku.

  • Menntunar- og hæfniskröfur: Starfið hentar nemum á félagvísindasviði, þekking á háskólakerfinu æskileg en ekki skilyrði.

Þróun á vefumhverfi sem tengist skólamálum

Starfið tengist vinnu við uppfærslu upplýsinga um íslenska menntakerfið á vef ráðuneytisins. Það felst í greiningu og framsetningu gagna á vef ráðuneytisins og tengdra miðla.
  • Menntunar- og hæfniskröfur: Starfið hentar nemum í menntunarfræðum og/eða miðlun, góð íslenskukunnátta.

Skráning samninga

Verkefnið felst í skráningu gildandi samninga og vöktunaratriða í samningakerfi sem er hluti af GoPro skjalastjórnunarkerfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
  • Menntunar- og hæfniskröfur: Starfið hentar nemum í bókasafns- og upplýsingafræði sem hafa lokið námskeiði í skráningu.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta