Málþing um námskrárgerð í framhaldsskólum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun standa fyrir málþingi mánudaginn 16. maí 2011 um námskrárgerð í framhaldsskólum.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun standa fyrir málþingi mánudaginn 16. maí 2011 um námskrárgerð í framhaldsskólum. Auk þess að kynna stöðu og áætlaða framvindu námskrárgerðar í tengslum við innleiðingu laga í framhaldsskólum er markmið málþingsins að skapa vettvang fyrir kennara til að kynna og ræða hugmyndir sínar og tillögur um þróun nýrra námsbrauta.
- Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.
16. maí 2011 í Skriðu, Stakkahlíð
Dagskrá | |
---|---|
13:00 |
Opnun málþings - Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins |
13:10-13:30 |
Útgáfa námskrár og næstu skref - Sigurjón Mýrdal deildarstjóri |
13:30-14:10 | Námskrárgerð - Björg Pétursdóttir sérfræðingur |
14:10-14:30 |
Kynning á námskrárgrunni - Sigurbjörg Jóhannesdóttir sérfræðingur og Tryggvi Björgvinsson sérfræðingur |
14:30 | Kaffihlé |
15:00-17:00 |
Málstofur
|
- Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á slóðinni: www.gestamottakan.is/malthing