Úthlutun úr Sprotasjóði 2011
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu stjórnar, að veita styrki til 34 verkefna að upphæð rúmlega 44. millj. kr.
Umsóknarfrestur um styrki úr Sprotasjóði var til 28. apríl sl. og bárust 127 umsóknir að þessu sinni. Stjórn sjóðsins mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Í stjórninni eru fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu stjórnar, að veita styrki til 34 verkefna að upphæð rúmlega 44. millj. kr.
Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:
Rvk. | SV land | Vesturl. | Norðurand | Austurland | Suðurland | Upphæð | Fjöldi | |
Leikskólar | 3 | 2 | 1 | 7.100.000 | 6 | |||
Grunnskólar | 3 | 5 | 3 | 2 | 1 | 12.900.000 | 14 | |
Framhaldsskólar | 4 | 1 | 1 | 1 | 3 | 19.900.000 | 10 | |
Þvert á skólastig | 3 | 1 | 4.500.000 | 4 | ||||
Alls | 13 | 5 | 4 | 6 | 3 | 3 | 44.400.000 | 34 |
- Nánari upplýsingar eru á vef Sprotasjóðs