Hoppa yfir valmynd
24. júní 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningar undirritaðir um starfsemi og þjónustu Þekkingarnets Þingeyinga og Þekkingarnets Austurlands

Miðvikudaginn 22. júní undirritaði Mennta- og menningarmálaráðherra Svandís Svavarsdóttir samninga um starfsemi og þjónustu Þekkingarnets Þingeyinga og Þekkingarnets Austurlands í Vogafjósi, Mývatnssveit, að viðstöddum fulltrúum þekkingarnetanna og gestum.

Mennta- og menningarmálaráðherra Svandís Svavarsdóttir undirritar samningana ásamt Stefaníu Kristinsdóttir Þekkingarneti Austurlands og Óla Halldórssyni Þekkingarneti Þingeyinga
Þekkingarnets Þingeyinga og Þekkingarnets Austurlands

 Miðvikudaginn 22. júní undirritaði mennta- og menningarmálaráðherra Svandís Svavarsdóttir samninga um starfsemi og þjónustu Þekkingarnets Þingeyinga og Þekkingarnets Austurlands í Vogafjósi, Mývatnssveit, að viðstöddum fulltrúum Þekkingarnetanna og gestum.

Meginmarkmið samninganna er að mæta fræðsluþörf einstaklinga með stutta formlega skólagöngu, að bæta aðgengi íbúa á starfssvæði Þekkingarnetsins að námi og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs, menningarstarfsemi og atvinnuþróunar á starfssvæðum Þekkingarnetanna.

Starfsemi Þekkingarnetanna eru á sviði:

  • Framhaldsfræðslu. Vinna að markmiðum framhaldsfræðslulaga nr. 27/2010 með því að reka miðstöð framhaldsfræðslu á svæðinu; greina þarfir og bjóða upp á ráðgjöf, raunfærnimat og námskeið fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki.
  • Fjarnám. Vera með fjarnáms- og kennsluaðstöðu á nokkrum þéttbýlisstöðum á starfssvæði Þekkingarnetsins eftir því sem þörf er á og fjárhagur leyfir og veita nemum á framhaldsskóla- og háskólastigi þjónustu, t.a.m. með miðlun fjarfundakennslu, fjarprófahaldi og með því að halda úti les- og vinnuaðstöðu fyrir fjarnema. Þróa námsleiðir og námskeið á háskólastigi í samstarfi við háskóla, sérfræðinga og þekkingarsetur á svæðinu. Vinna með háskólum að bættri þjónustu við íbúa í formi fjarkennslu og staðbundins náms.
  • Rannsóknir og þróun. Hafa frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem byggja á sérstöðu í náttúrufari, atvinnulífi og menningu svæðisins og eru til þess fallin að efla byggð, og samstarf sérfræðinga og annarra þekkingarsetra á svæðinu um slík verkefni. Taka virkan þátt í faglegri umræðu um þróun rannsókna og háskólastarfs. Vinna með sérfræðingum og þekkingarsetrum á svæðinu að þróun verkefna og stefnumótun háskóla- og rannsóknarstarfs. Aðstoða fræðimenn við að koma á tengslum og útvega sér aðstöðu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta