Yfirlitsskýrsla um þróunarsamvinnu Íslands
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlitsskýrslu um þróunarsamvinnu Íslands. Í skýrslunni er í fyrsta sinn dregin upp heildarmynd af þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda. Þar er að finna yfirlit yfir framlög til þróunarmála 2009-2010 og greint er frá til hvaða svæða, landa og málaflokka framlögin fara. Gefin er innsýn inn í stuðning Íslands til ólíkra verkefna sem öll hafa það að markmiði að draga úr fátækt og stuðla að bættum lífsskilyrðum meðal fátækustu íbúa heims.