Skýrsla um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum : unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið kanna málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum. Valdir voru tíu leikskólar, starf þeirra skoðað og verkefni þeirra sett í fræðilegt samhengi. Könnun þessi er í samræmi við þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ytra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem gildir frá 2010 til 2012 og samkvæmt 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.