Lok tveggja ára samstarfsverkefnis um mat á skólastarfi og innleiðingu nýrra laga um leik- og grunnskóla
Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gerðu haustið 2009 með sér samstarfssamning um ráðningu verkefnisstjóra til tveggja ára til að vinna að innleiðingu nýrra laga um leik- og grunnskóla.
Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gerðu haustið 2009 með sér samstarfssamning um ráðningu verkefnisstjóra til tveggja ára til að vinna að innleiðingu nýrra laga um leik- og grunnskóla. Björk Ólafsdóttir, matsfræðingur, var ráðin verkefnisstjóri. Verkefninu er nú formlega lokið og eru hér á eftir tekin saman þau verkefni sem unnið hefur verið að.
Megináhersla í starfi verkefnisstjóra var að:
-
Kortleggja samfélagslegar rannsóknir þar sem gagna er aflað í leik- og grunnskólum í þeim tilgangi að gefa yfirlit yfir upplýsingaöflun í leik- og grunnskólum til að stuðla að aukinni hagnýtingu á þeim.
-
- Unnin voru yfirlit yfir rannsóknir og kannanir í leik og grunnskólum. Um er að ræða fjögur exel skjöl sem eru aðgengileg á slóðinni: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/mat-eftirlit-og-rannsoknir-a-skolastarfi/yfirlit-yfir-rannsoknir-og-kannanir-i-leik--og-grunnskolum/
-
Skýra eftirlits- og matshlutverk sveitarfélaga gagnvart ráðuneytinu samkvæmt nýjum lögum um leik- og grunnskóla. Markmiðið var að auðvelda sveitarfélögum að uppfylla þessi ákvæði laganna, til dæmis með gerð leiðbeininga fyrir skólanefndir.
- Settur var á stofn faghópur með fulltrúum ráðuneytis og sveitarfélaga. Faghópurinn lagði fram tillögur að sameiginlegu ytra mati ráðuneytis og sveitarfélaga á grunnskólastarfi. Tillögur faghóps eru aðgengilegar á slóðinni: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/mat-eftirlit-og-rannsoknir-a-skolastarfi/faghopur-um-ytra-mat-a-skolastarfi/
- Unnið var yfirlit yfir skyldur og ábyrgð sveitarfélaga og skólanefnda samkvæmt lögum um leikskóla. Yfirlitið er aðgengilegt á slóðinni: http://www.samband.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/mat-og-rannsoknir-a-skolastarfi/Leidbeiningar-fyrir-skolanefndir-vegna-leikskola.pdf
- Unnið var yfirlit yfir skyldur og ábyrgð sveitarfélaga og skólanefnda samkvæmt lögum um grunnskóla. Yfirlitið er aðgengilegt á slóðinni: http://www.samband.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/mat-og-rannsoknir-a-skolastarfi/Leidbeiningar-fyrir-skolanefndir-vegna-grunnskola.pdf
- Unnar voru leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat leikskóla. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á slóðinni: http://www.samband.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/mat-og-rannsoknir-a-skolastarfi/Leidbeiningar-fyrir-eftirlit-med-innra-mati-leikskola.pdf
- Unnar voru leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á slóðinni:http://www.samband.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/mat-og-rannsoknir-a-skolastarfi/Leidbeiningar-fyrir-eftirlit-med-innra-mati-grunnskola.pdf
-
Veita sveitarfélögum almenna ráðgjöf um val, greiningu og samhæfingu á mælitækjum og aðferðum til þess að auðvelda þeim að uppfylla skyldur sínar um eftirlit með skólastarfi og mat á gæðum þess.
- Tekið var saman yfirlit yfir matstæki fyrir leikskóla. Yfirlitið er aðgengilegt á slóðinni:http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/leikskoli/eydublod-og-onnur-utgafa/
- Tekið var saman yfirlit yfir matstæki fyrir grunnskóla. Yfirlitið er aðgengilegt á slóðinni:http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/grunnskoli/matstaeki-fyrir-grunnskola/
- Vorið 2011 voru haldin námskeið fyrir skólanefndir víðs vegar um landið þar sem verkefnisstjóri fjallaði um ábyrgð og hlutverk skólanefnda samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla.
- Verkefnisstjóri tók þátt í þróun Skólavogar, sem er tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um mat á skólastarfi og samantekt tölulegra upplýsinga um skólastarf.
- Ásamt Svandísi Ingimundardóttur skrifaði verkefnisstjóri grein í Sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um hvernig sveitarfélög geta nýtt sér niðurstöður PISA rannsóknarinnar.
-
Veita sveitarfélögum almenna ráðgjöf varðandi stefnumótun í skólamálum og hanna leiðbeiningar sem gætu auðveldað sveitarfélögum þá vinnu.
- Tekin var saman handbók um gerð skólastefnu sveitarfélaga. Handbókin er aðgengileg á slóðinni:http://www.samband.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/stefnumotun-i-skolamalum/Skolastefna-stora.pdf
- Byggt á handbókinni voru teknar saman styttri leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á slóðinni:http://www.samband.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/stefnumotun-i-skolamalum/Skolastefna-litla.pdf
- Á heimasíðu sambandsins voru settir tenglar á skólastefnur þeirra sveitarfélaga sem hafa mótað sér slíkar stefnur. Ennfremur var sett inn leiðbeinandi efni sem viðkomandi sveitarfélög hafa tekið saman til upplýsingar um feril stefnumótunarvinnu sinnar. Skólastefnur og leiðbeinandi efni eru aðgengileg á slóðinni: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/stefnumotun/skolastefnur-sveitarfelaga/
- Skrifuð var grein í Sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um mótun skólastefnu sveitarfélaga.
- Vorið 2011 voru haldin námskeið fyrir skólanefndir víðs vegar um landið þar sem verkefnisstjóri fjallaði um gerð skólastefnu sveitarfélaga.
- Fylgja eftir sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarf til 2020 og gera áherslur framtíðarsýnar aðgengilegar sem viðmið við gerð skólastefnu sveitarfélaga.
- Í handbók um gerð skólastefnu er fjallað um framtíðarsýnina og hagnýtingu hennar við skólastefnugerð sveitarfélaga.
- Úr fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöðum voru teknar saman upplýsingar í tengslum við skilgreinda mælikvarða í framtíðarsýninni til að hafa grunnlínu til að meta framfarir út frá. Samantekt grunnlínugagna er aðgengileg á slóðinni: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/stefnumotun/framtidarsyn-fyrir-skolastarf/
- Verkefnisstjóri var fulltrúi sambandsins í faghóp um heilsueflandi grunnskóla, sem er verkefni á vegum Lýðheilsustöðvar/Landlæknisembættisins.
Nánari upplýsingar veitir Björk Ólafsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, netfang: bjork.olafsdottir@samband.is