Ánægja með íslenska skálann í Frankfurt
Aðsókn að íslenska skálanum hefur farið fram úr björtustu vonum og alls staðar er borið mikið lofsorð á hann auk þes sem gríðarleg umfjöllun er um Ísland og íslenskar bókmenntir í þýskum fjölmiðlum.
Bókmenntahátíðin í Frankfurt, þar sem Ísland er í öndvegi, stendur nú sem hæst. Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti íslenska þátttakendur á sýningunni auk helstu útgefendur íslenskra verka á þýsku.
Aðsókn að íslenska skálanum hefur farið fram úr björtustu vonum og alls staðar er borið mikið lofsorð á hann auk þess sem gríðarleg umfjöllun er um Ísland og íslenskar bókmenntir í þýskum fjölmiðlum.