Dagur íslenskrar tungu - Dagskrá mennta- og menningarmálaráðherra
Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu.
Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu. Hátíðardagskrá og afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar er einnig haldin í því sveitarfélagi. Síðustu tvö ár hefur menntamálaráðherra heimsótt Akureyri og Borgarnes og nú í ár verður Katrín Jakobsdóttir í Breiðholti í Reykjavík. Ráðherra mun heimsækja skóla í Breiðholti og víðar og opna ISLEX-veforðabókina í Norræna húsinu.
Dagskrá mennta- og menningarmálaráðherra 16. nóvember
- 09:00 –10:00 Heimsókn í Fellaskóla, Norðurfelli 17 – 19, samkoma barna og eldri
borgara í tilefni af degi íslenskrar tungu. - 10:00 – 10:30 Fellaskóli skoðaður, áhersla á íslensku sem annað mál og kennslu
innflytjenda. - 10:40 – 11:20 Heimsókn í leikskólann Holt, Völvufelli 9, áhersla á íslensku sem
annað mál og starf með börnum af erlendum uppruna. - 11:30 – 12:40 Skoðunarferð um Fjölbrautarskólann í Breiðholti, sérstök áhersla á
innflytjendabraut. - 14:30 – 15:30 Heimsókn í leikskólann Sólborg, Vesturhlíð 1, sérstök áhersla á
táknmál. - 16:00 - 16:40 Norræna húsið. Opnun ISLEX – veforðabókarinnar.
- 17:00 - 18:00 Hátíðardagskrá í Gerðubergi.
Ráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls.
- Á vef dags íslenskrar tungu er að finna upplýsingar um hluta af því sem fram fer undir merkjum dagsins.
- Nánari upplýsingar veitir Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir á skrifstofu menningarmála.