Erasmus fyrir alla - áætlun ESB fyrir menntun, þjálfun, æskulýðsmál og íþróttir 2014-2020
Framkvæmdastjórn ESB kynnti nýja áætlun ESB fyrir tímabilið 2014-2020 Erasmus for All: The EU Programme for Education, Training, Youth and Sport þann 23. nóvember 2011. Áætlunin sameinar sjö áætlanir í eina.
Framkvæmdastjórn ESB kynnti nýja áætlun ESB fyrir tímabilið 2014-2020 Erasmus for All: The EU Programme for Education, Training, Youth and Sport þann 23. nóvember 2011. Áætlunin sameinar sjö áætlanir í eina. Þær eru: menntáætlunin (e. Lifelong Learning Programme), æskulýðsáætlunin (e. Youth in Action) og alþjóðaáætlanirnar fimm (e. Erasmus Mundus, Tempus, Alfa, Edulink og Bilateral cooperation programme with industrialised countries). Að auki verða íþróttamál í nýju áætluninni, en áður var rekin áætlun til reynslu í því efni.
Erasmus fyrir allaendurspeglar grundvallarþætti 2020 áætlunar Evrópusambandsins en lögð er áhersla á að fjárfesta í fólki með það að markmiði að leiða til aukins ávinnings bæði fyrir einstaklinga sem og samfélagið í heild sinni. Markmið áætlunarinnar eru m.a. að auka færni og ráðningarhæfi fólks sem og virkja einstaklinga til þátttöku í samfélaginu, nútímavæða menntakerfi með aukinni áherslu á starfsmenntun, háskólamenntun og hreyfanleika nemanda og kennara.
Áætluninni er ætlað að vera einfaldari en fyrri áætlanir og undiráætlunum/aðgerðum hefur verið fækkað úr 75 í 11. Áætlunin hefur fengið nafnið Erasmus fyrir alla (e. Eramsus for All) vegna þess að Erasmus nafnið er best þekkt hjá almenningi. Greinarmunur verður eftir skólastigum þ.e. Erasmus háskólar (e. Erasmus Higher Education) fyrir háskólastigið, Erasmus starfsþjálfun (e. Erasmus Traning) fyrir starfsmenntun og fullorðinsfræðslu, Erasmus skólar (e. Erasmus Schools) fyrir grunn- og framhaldsskólastigið og Erasmus æskulýðsþátttaka (e. Erasmus Youth Participation) fyrir óformlegt nám ungs fólks.
Nýja áætlunin skiptist í þrjár lykilaðgerðir (three key actions):
1. Hreyfanleiki og námsdvöl erlendis (e. Key Action 1: Learning mobility of individuals)
Stór hluti kostnaðarins við nýju áætlunina mun renna til þessa þáttar sem nær bæði til Evrópu og samstarfs utan álfunnar.
Áætluninni er ætlað:
a) Að styrkja u.þ.b. eina milljón kennara, þjálfara, skólastjóra og æskulýðsstarfsfólk til að sækja námskeið annars
staðar (e. Staff mobility).
b) Að styrkja rúmlega tvær milljónir háskólanema til að sækja nám annars staðar. Þar af verði um 135.000 nemendur sem fara til eða komi frá landa utan ESB (e. Student mobility).
c) Að gera um 735.000 starfsnámsnemendum kleift að sækja starfsnám og þjálfun til annarra landa.
d) Að tryggja hreyfanleika Erasmus meistaranema (e. Erasmus Master), með því að koma upp ábyrgðarkerfi vegna
námslána (e. student loan guarantee scheme).
e) Að tryggja hreyfanleika u.þ.b. 540 þúsund ungmenna með sjálfboðavinnu og skiptidvöl erlendis (e. Youth
mobility).
2. Samstarf skóla og stofnana um nýsköpun og góða starfshætti (e. Key Action 2:
Cooperation for innovation and good practices)
Áætlunin skiptist í fjóra meginþætti:
a) Markvisst samstarf milli menntastofnana, ungmennasamtaka eða annarra viðeigandi stofnana (e. Strategic
partnerships).
b) Bandalög milli menntastofnana og atvinnulífs til að efla nýsköpun, þekkingu, sköpunarkraft og frumkvöðlafærni
(e. Knowledge Alliances and Sector Skills Alliances).
c) Stuðningur við upplýsingatækni og sýndarhreyfanleika (e. IT platforms and virtual mobility).
d) Aukið samstarf við lönd utan ESB með það að markmiði að efla frammistöðugetu þeirra (e. International
co-operation and Capacity building).
3. Stuðningur við bætta stefnumótun (e. Key Action 3. Support for policy reform)
Áætlunin skiptist í þrjá meginþætti:
a) Stuðningur við opið samráð um mótun menntastefnu (ET 2020, EU youth strategy, Europe 2020).
b) Stuðningur við innleiðingu og miðlun ESB aðferða (e. EU tools) til að greiða fyrir samstarfi á milli menntakerfa
s.s. með EQF, ECTS, ECVET.
c) Stuðningur við stefnumótunarumræðu með aðkomu hagsmunaaðila, landa utan ESB, alþjóðastofnana o.fl. (e.
Policy dialogue).
Í nýju áætluninni er einnig gert ráð fyrir að halda áfram með Jean Monnet áætlunina. Einnig mun áætlunin fela í sér sérstaka íþróttaáætlun, sem er m.a. ætlað að styðja:
- Samstarfsverkefni í íþróttum.
- Evrópska íþróttaviðburði.
- Stefnumótun í íþróttum byggða á vísindalegum staðreyndum.
- Aukna frammistöðugetu íþróttageirans.
- Skoðanaskipti við evrópska hagsmunaaðila.
Fjármagn og innleiðing
Framkvæmdastjórnin leggur til að 19 milljörðum evra, af fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 2013-2020, verði varið til áætlunarinnar en það er um 70% aukning frá núverandi áætlunum.
Hreyfnaleiki og námsdvöl erlendis (e. Key Action 1: Learning mobility of individuals) |
63% Lágmark fyrir hvert skólastig: Háskólastig – 25% Starfsmenntun (fullorðinsfræðsla) – 17% (þar af 2% til fullorðinsfræðslu) Grunn- og framhaldsskólastig - 7% Æskulýðsmál – 7% |
Samstarf skóla og stofnana um nýsköpun og góða starfshætti (e. Key Action 2: Cooperation for innovation and good practices) |
25% |
Stuðningur við bætta stefnumótun (e. Key Action 3. Support for policy reform) |
4% |
Rekstrarstyrkir til landsskrifstofa | 2% |
Rekstrarkostnaður | 2% |
Íþróttaáætlun | 1% |
Innleiðing verður eftir sem áður í höndum landsskrifstofa. Markmiðið er að allt að 5 milljónir manna njóti góðs af áætluninni og er það tvöfalt fleiri en nú.
Erasmus fyrir alla er opin fyrir þátttöku aðildarríkjanna 27, auk Íslands, Lichtenstein, Noregs og Sviss. Auk þess munu ríki sem fá stuðning úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (e. IPA) sem og lönd á vestanverðum Balkanskaga eiga kost á þátttöku. Þá munu lönd utan ESB, aðallega nágrannaríki þess, njóta góðs af vissum þáttum áætlunarinnar.
Næstu skref
Nú fer tillaga framkvæmdastjórnarinnar fyrir ráðið, þar sem hún verður rædd af aðildarríkjunum 27. Ráðið og Evrópuþingið munu svo taka lokaákvörðun um áætlunina.
- Nánari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/erasmus-for-all