Hagfræðistofnun metur afskriftir fasteignalána
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur að beiðni forsætisráðherra metið það svigrúm til niðurfærslu fasteignalána sem til varð þegar þau voru færð frá gömlu bönkunum yfir í nýju bankana. Hagfræðistofnun var einnig falið að leggja mat á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingar og niðurfærslu skulda heimilanna og hefur stofnunin nú kynnt skýrslu sína og niðurstöður.
Markmið forsætisráðherra með því að óska eftir skýrslu Hagfræðistofnunar var að fá sem gleggsta mynd af stöðu þessara mála.