Skýrsla um fólksflutninga til og frá Íslandi 1961–2011
Skýrsla um fólksflutninga til og frá Íslandi 1961–2011 með áherslu á flutninga á samdráttarskeiðum hefur verið unnin fyrir velferðarráðuneytið.
Vegna umræðu um mikla flutninga fólks frá Íslandi eftir hrun bað Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Ólöfu Garðarsdóttur, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, að vinna skýrslu um fólksflutninga á liðnum árum og áratugum og skoða hvernig mál hafa þróast eftir hrunið. Þessi skýrsla liggur nú fyrir.