Úttekt á stærðfræðikennslu á unglingastigi grunnskóla
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum úttektar á stræðfræðikennslu á unglingastigi grunnskóla á Íslandi.
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum úttektar á stöðu stærðfræðikennslu á unglingastigi grunnskóla á Íslandi. Úttektin er að nokkru leyti frábrugðin hefðbundnum úttektum mennta- og menningamálaráðuneytis undanfarin ár þar sem hér er lögð áhersla á vettvangsathuganir, þ.e. setu úttektaraðila í kennslustundum. Með þessari nálgun leitast ráðuneytið við að bregða ljósi á stöðu einstakra námsgreina í heild á viðkomandi skólastigi, til viðbótar hefðbundnum stofnanaúttektum á einstökum skólum. Eftirfarandi úttekt er önnur úttektin þar sem þessari nálgun er beitt.
Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis um úttektir á grunnskólastigi.