Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins
Starfshópur innanríkisráðherra sem fjallað hefur um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins hefur skilað tillögum sínum.
Starfshópur innanríkisráðherra sem fjallað hefur um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins hefur skilað tillögum sínum og eru þær settar fram í ellefu liðum. Skýrslan var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Halla Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti helstu tillögur skýrslunnar og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fluttu ávörp.