Úttekt á starfsemi Öxarfjarðarskóla
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir úttekt á starfsemi Öxafjarðarskóla. Markmið úttektarinnar er að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Úttektin er gerð á grundvelli 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og skv. þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ytra mat. Jafnframt er vísað til umsóknar Norðurþings um úttekt á starfsemi skólans.