Hoppa yfir valmynd
16. október 2012 Matvælaráðuneytið

Skilabréf samráðsnefndar um mótun gengis- og peningastefnu

Samráðsnefnd um mótun gengis- og peningastefnu sem skipuð var 7. mars 2012 hefur afhent Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, skilabréf sitt og greinargerð um fundi nefndarinnar.  Nefndin var skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka ásamt fulltrúum ASÍ og SA. Helga Jónsdóttir fv. ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var formaður nefndarinnar.

Í meðfylgjandi bréfi má finna helstu niðurstöður í vinnu nefndarinnar. Nefndarmenn lýsa sig reiðubúna til að halda áfram og undirbúa tillögur í gengis- og peningamálum byggt á þeim greiningum og gögnum sem komið hafa fram að undanförnu.

Að mati nefndarmanna er ekki hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum.  Því er mikilvægt að tryggja trausta  peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins.  Slíkt er grundvöllur góðrar hagstjórnar óháð fyrirkomulegi gengismála og peningastefnu.  Almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði.  Hvað varðar valkosti til lengri tíma eru skoðanir skiptari en samstaða er um að einhliða upptaka annarrar myntar komi ekki til álita.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta