Hoppa yfir valmynd
19. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skapandi greinar – sýn til framtíðar 

Skýrsla um aðkomu hins opinbera að skapandi greinum á Íslandi, Skapandi greinar – sýn til framtíðar, var kynnt í dag í Hörpu.

Skýrsla um aðkomu hins opinbera að skapandi greinum á Íslandi, Skapandi greinar – sýn til framtíðar, var kynnt í dag í Hörpu. Skýrslan er unnin af starfshópi á vegum fjögurra mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Íslandsstofu og Samtökum skapandi greina.

Skýrslan fjallar um hvernig hið opinbera, ríki og sveitarfélög, haga stuðningi sínum við skapandi greinar með lagasetningu, stjórnsýslu, fjárveitingum og fjárfestingu í menntun, rannsóknum og innviðum. Þá er gerð grein fyrir þeirri stefnu sem fyrir liggur og fjallað um hvernig hún hefur verið framkvæmd. Á grundvelli þessara upplýsinga leggur starfshópurinn fram 19 tillögur að bættu starfsumhverfi skapandi greina.

Í tillögum sínum leggur starfshópurinn áherslu á að skapandi greinar séu atvinnugrein sem snerti mörg svið atvinnulífs, menningarlífs og mannlífs. Því sé mikilvægt að tryggja þverfaglegt samstarf stjórnsýslu, atvinnulífs og menningarlífs til þess að stuðla að uppbyggingu greinarinnar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta