Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á stefnumótun Æskulýðsráðs

Æskulýðsráð setti fram stefnumótun í æskulýðsmálum í lok nóvember á síðasta ári.

Hægt er að senda athugasemdir eða ábendingar um hana til og með 14. mars nk.

Kynning á stefnumótun Æskulýðsráðs
Kynning á stefnumótun Æskulýðsráðs

Æskulýðsráð setti fram stefnumótun í æskulýðsmálum í lok nóvember á síðasta ári. Það réð verkefnastjóra fyrir stefnumótunina og til að ritstýra samantekt um æskulýðsmál í samstarfi við stýrihóp innan ráðsins. Stefnumótunin á sér langan aðdraganda og hefur orðið til vegna vinnu ráðsins undanfarin þrjú ár.

Æskulýðsráð starfar samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007. Ráðherra skipar níu fulltrúa í Æskulýðsráð, fimm fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu æskulýðssamtaka og tveir fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra skipar formann og varaformann án tilnefningar. Skipunartími Æskulýðsráðs er tvö ár og hlutverk þess er:


  1. Að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í æskulýðsmálum.
  2. Að gera tillögur um áherslur og stefnumótun í málaflokknum.
  3. Að veita umsagnir um mál er varða æskulýðsstarfsemi.
  4. Að leitast við að efla æskulýðsstarfsemi félaga, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga og stuðla að samvinnu þessara aðila um æskulýðsmál.
  5. Að efna til funda og ráðstefna um æskulýðsmál.
  6. Að taka þátt í erlendu samstarfi um æskulýðsmál eftir nánari ákvörðun ráðherra.
  7. Að stuðla að þjálfun og menntun forustufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
  8. Að sinna öðrum þeim verkefnum sem ráðherra kann að fela því.

Efni stefnumótunarinnar er hér til kynningar og er öllum velkomið að senda athugasemdir og ábendingar til ráðuneytisins til og með 14. mars 2013. Óskað er eftir að athugasemdir verði settar skilmerkilega fram og með vísan til tiltekinna greina stefnumótunarinnar.

  • Athugasemdir sendist í tölvupósti á [email protected] með efnislínunni: „Stefnumótun Æskulýðsráðs“

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta