Skýrsla nefndar um lagningu raflína í jörð
Nýverið skilaði nefnd um lagningu raflína í jörð niðurstöðum sínum til ráðherra. Nefndin lagði áherslu á opið samráðsferli sem skilaði sér í mörgum umsögnum og fjölsóttu málþingi.
Skýrsla nefndarinnar
Nefndin náði ekki sameiginlegri niðurstöðu um heildstæða stefnu um lagningu raflína í jörð. Hins vegar er vörðuð leið að áframhaldandi vinnu með sameiginlegum grunntillögum varðandi aukið samráð við þróun kerfisáætlunar og undirbúning einstaka framkvæmda. Til viðbótar voru sett fram almenn grunnviðmið um hvenær skuli framkvæmt umhverfismat fyrir bæði línur og strengi. Þessi viðmið eru m.a. á náttúruverndarsvæðum og svæðum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt Náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og á svæðum þar sem veðurálag, ísingar og snjóalög eru mikil og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Að síðustu var áhersla lögð á rannsóknir, bæði umhverfisrannsóknir og hagfræði- og kostnaðargreiningar.