Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla - Málþing haldið 5. mars 2013
Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir heilsdags málþingi á Grand Hóteli þriðjudaginn 5. mars 2013 um skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla, með þátttöku margra hagsmunaaðila.
- Þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 8:30 til 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
- Málþingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir, aðgangseyrir 3.500 kr.
- Upptaka af málþinginu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir heilsdags málþingi á 5. mars með þátttöku margra hagsmunaaðila. Málþingsstjórar eru: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ
Sjónum verður beint að skólagöngu nemenda með sérþarfir og umræðu um stefnu um skóla án aðgreiningar sem fylgt hefur verið hér á landi mörg undanfarin ár. Stefnan er m.a. lögfest í lögum um leik- og grunnskóla og útfærð í reglugerðum og aðalnámskrám. Með málþinginu er ætlunin að fara yfir framkvæmd stefnunnar, innleiðingu reglugerða og ræða um helstu álitamál, áskoranir og tækifæri, m.a. um sérfræðiþjónustu og stoðkerfi skóla.
Dagskrá:
08:00 | Skráning og kaffi |
08:30 Málþingið sett
08:30 |
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp. Raddir ungmenna sem tóku þátt í Evrópuþingi um skóla án aðgreiningar. |
09:00
|
Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu og Lizanne DeStefano Professor, University of Illinios at Urbana- Champaign ásamt nokkrum öðrum fulltrúum í matshópi Evrópumiðstöðvarinnar. |
10:00 Kaffi í 15 mínútur
10:15 | Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og umfjöllun um innleiðingu hér á landi. |
10:40 |
Karl Frímannsson, fræðslustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar. |
11:05 | Ólafur Páll Jónsson, dósent, Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar við HÍ. Að vera með í skóla og samfélagi. |
11:30 |
Pallborðsumræður með erlendum fyrirlesurum og fulltrúum skólasamfélagsins. Pallborðsumræðan fer fram á ensku.
|
12:00 Hádegi – hádegisverður / hlaðborð í Miðgarði
13:00 | Hrund Logadóttir, verkefnastjóri sérkennslu á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar og sérstakur stuðningur við nemendur í grunnskólum – stefna skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. |
13:20 | Auður Finnbogadóttir, foreldri. Reynsla af þeirri stefnu sem fylgt er í dag. |
13:35 | Ágúst Kristmanns, foreldri. Reynsla af þeirri stefnu sem fylgt er í dag. |
13:50 | Svanhildur Ólafsdóttir, frá Kennarasambandi Íslands og formaður Skólastjórafélags Íslands. Sýn skólastjóra á skóla margbreytileikans. |
14:10 | Guðbjörg Ragnarsdóttir, frá Kennarasambandi Íslands og varaformaður Félags grunnskólakennara. Stuðningur við kennara í skóla margbreytileikans. |
14:30 | Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Hlutverk Greiningar- og ráðgafarstöðvar ríkisins í sérfræðiþjónustu við skóla. |
14:50 - Kaffi í 15 mínútur
15:05 |
Málstofur |
|
|
16:15 | Samantekt í höndum málþingsstjóra. |
16:30 | Málþingi slitið. |