Undirritun skólasamninga
Á vorfundi samstarfsnefndar framhaldsskóla og ráðuneytisins, 18. mars, undirritaði Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skólasamninga við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu ásamt Eyjólfi Guðmundssyni skólameistara, Menntaskólann við Sund ásamt Hjördísi Þorgeirsdóttur rektor og Tækniskólann, skóla atvinnulífsins ehf. ásamt Jóni B. Stefánssyni og Baldri Gíslasyni skólameisturum. Ráðherra undirritaði einnig nýjan þjónustusamning við Tækniskólann ásamt skólameisturunum og Bolla Árnasyni stjórnarformanni skólans.
Skólasamningar við alla framhaldsskóla landsins, sem bjóða upp á almennt framhaldsskólanám, voru lausir um síðustu áramót. Ráðuneytið hefur endurnýjað samninga við 20 skóla, 5 bíða undirritunar og 6 samningar eru á lokasprettinum.
- Allir skóla- og þjónustusamningar eru birtir á vef hvers skóla fyrir sig og á vef ráðuneytisins: