Hoppa yfir valmynd
25. mars 2013 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og starfshópur sem hann skipaði í október 2011 til að fara yfir rannsókn tveggja sakamála, Guðmundar- og Geirfinnsmála, kynntu skýrslu starfshópsins á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag. Þar kom fram að í ljósi þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu skýrslunnar að framburðir dómfelldra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir telji starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný.

Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmál var kynnt í ráðuneytinu í dag.
Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmál var kynnt í ráðuneytinu í dag.

Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, for­maður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta