Hoppa yfir valmynd
21. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hæfnirammi um íslenska menntun

Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að hæfniramma um íslenskt menntakerfi.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa undirritað yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf en hæfniramminn nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms.

Hæfniramminn hefur tvíþættan tilgang; annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hinsvegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa.  Íslenski hæfniramminn telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur. Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins er varða þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Hæfniramminn eykur þannig gagnsæi og varpar ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi á tilteknu þrepi. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrá, við starfsþróun og í umsókn um  nám.

Aðilar yfirlýsingarinnar eru samábyrgir fyrir innleiðingu og kynningu á hæfnirammanum og leggja sérstaka áherslu á að þróaðar verði aðferðir við að skilgreina námslok og tengja óformlegt nám við hæfniþrep rammans.

Með lögum um háskóla árið 2006, framhaldsskóla árið 2008 og framhaldsfræðslu árið 2010 eru námslok innan formlega menntakerfisins og námskrár innan framhaldsfræðslu tengdar við hæfniþrep sem eru skilgreind með hliðsjón af þeirri hæfni sem nemandi á að búa yfir við lok hvers þreps. Lýsing á hæfniþrepum er birt í aðalnámskrá framhaldsskóla og í Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður, en þessi skjöl hafa reglugerðarígildi. 

Haefnirammi_A4














Hæfnirammi um menntun á Íslandi

Hæfniramminn til útprentunar A4

Hæfniramminn til útprentunar A3

Skýrslu um tengivinnu íslenska rammans við þann evrópska og útdráttur á íslensku:

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta