Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?
Gerð var úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2013. Þetta var í fimmta sinn sem slík úttekt var gerð. Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds, nytsemis, aðgengis, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.
- Kynning á framkvæmd, úrvinnsla og helstu niðurstöðum - Myndband
- Skýrsla um könnunina Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?
- Niðurstöður fyrir 2013 sem og fyrri ára á vef Datamarket
- Listi í stafrófsröð með heildarstigum fyrir innihald, nytsemi, aðgengi, þjónusta og stig alls
- Hrágögn könnunarinnar, bakgrunnsbreytur, innihald, nytsemi, aðgengi, þjónusta, vefmælingar og lýðræði (Excel-skjal)
- Upplýsingar um framkvæmd könnunarinnar
Flest stig í flokki ríkisvefja
(stofnanir, ráðuneyti, ohf, annað) |
Flest stig í flokki sveitarfélagavefja | |
---|---|---|
Ríkisskattstjóri (98 stig) | Reykjavíkurborg (97 stig) | |
Ísland.is (96 stig) | Garðabær (91 stig)
|
|
Tryggingastofnun ríkisins (95 stig) | Hafnarfjarðarkaupstaður (91 stig)
|
|
Veðurstofa Íslands (93 stig)
|
Seltjarnarnes (90 stig)
|
|
Háskóli Íslands (92 stig)
|
Dalvíkurbyggð (89 stig) | |
Orkustofnun (92 stig)
|
||
Sjúkratryggingar Íslands (92 stig)
|
||
Tollstjóri (92 stig)
|
Bestu vefirnir 2013 - Niðurstaða dómnefndar
Eins og í síðustu úttekt eru veittar viðurkenningar fyrir bestu vefina í tveimur flokkum: annars vegar besta ríkisvefinn og hins vegar besta sveitarfélagsvefinn. Fimm efstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljótaviðurkenningu að þessu sinni. Dómnefndin fékk lista yfir efstu vefina í stafrófsröð og án upplýsinga umniðurstöður stiga. Dómnefnd hafði frjálsar hendur við að meta þá þætti sem réðu úrslitum en sérstök áhersla varlögð á viðmót og notendaupplifun.
Besti ríkisvefurinn: Ríkisskattstjóri -
rsk.is
Besti sveitarfélagsvefurinn: Reykjavíkurborg -
reykjavik.is
Dómnefndina skipuðu; Marta Lárusdóttir, lektor ítölvunarfræði við HR og sérfræðingur í viðmótshönnun, Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og Sigurjón Ólafsson, ráðgjafi hjá Funksjón vefráðgjöf.
Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar á UT-deginum 2013 þar sem einnig voru kynnt nokkur verkefni í stefnu upplýsingasamfélagsins.