Handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið
Forsætisráðuneytið hefur fyrir hönd Stjórnarráðs Íslands gefið út handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið. Tilgangurinner að bæta og samræma verklag. Handbókin var unnin af sérfræðingum frá öllum ráðuneytum.
Í handbókinni er fjallað um helstu tegundir verkefna í Stjórnarráðinu, verkefnayfirlit, verkefnavinnu og samsetningu verkefnishópa. Gerð er ítarleg grein fyrir verkefnisáætlunum og eyðublaði fyrir slíkar áætlanir í málaskrá Stjórnarráðsins. Sett eru upp dæmi um greiningar af ýmsu tagi sem verkefnisáætlun getur byggt á. Loks fylgja handbókinni sýnishorn ýmissa skjala, t.d. verkefnisáætlun. Handbókin byggir á meistaraverkefni í opinberri stjórnsýslu sem Bergný Jóna Sævarsdóttur, MPM, vann á árunum 2012 -2013 í samvinnu við starfshóp ráðuneyta um verkefna – og gæðastjórnun.