Ytra mat á leik- og grunnskólum
Ytra mat á leik- og grunnskólum er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis en framkvæmdin er á vegum Námsmatsstofnunar.
Ytra mat á leik- og grunnskólum er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis en framkvæmdin er á vegum Námsmatsstofnunar. Matið er byggt á þeim skyldum ríkis og sveitarfélaga sem koma fram í 37. og 38. grein laga um grunnskóla frá 2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ytra mat. Mat á leikskólum byggist á 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.
- Ytra mat á Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Í skýrslunni er gerð grein fyrir ytra mati á Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ sem fram fór á haustönn 2013. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þrír þeirra voru fyrirfram ákveðnir, þ.e. stjórnun, nám og kennsla, og innra mat. Að ósk skólans og sveitarfélagsins var fjórði þátturinn lestur.
- Ytra mat á Grunnskóla Eskifjarðar
Í skýrslunni er gerð grein fyrir ytra mati á Grunnskóla Eskifjarðar sem fram fór á haustönn 2013. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þrír þeirra voru fyrirfram ákveðnir, þ.e. stjórnun, nám og kennsla, og innra mat. Að ósk skólans og sveitarfélagsins var skil milli skólastiga einnig metið.
- Ytra mat á starfsemi leikskólans Tröllaborg á Akureyri
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir úttekt á starfsemi leikskólans Tröllaborga á Akureyri sem fram fór á haustönn 2013, samkvæmt 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Í úttektinni er lögð áhersla á að athuga stefnu og stjórnun, skipulag starfs, innra mat og sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins. Úttektin metur einnig eftirlit sveitarfélagsins með skólastarfi og hvernig það nýtist.
- Ytra mat á starfsemi leikskólans Sólborgar á Ísafirði
Skýrslan gerir grein fyrir úttekt á starfsemi leikskólans Sólborgar á Ísafirði sem fram fór á haustönn 2013, samkvæmt 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Í úttektinni er lögð áhersla á að athuga stefnu og stjórnun, skipulag starfs, innra mat og sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins. Úttektin metur einnig eftirlit sveitarfélagsins með skólastarfi og hvernig það nýtist skólanum.
- Ytra mat á Grunnskóla Reyðarfjarðar
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir ytra mati á Grunnskóla Reyðarfjarðar sem fór fram á haustönn 2013. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þar af voru þrír fyrirfram ákveðnir en fjórði matsþátturinn var ákveðinn af sveitarfélagi og skóla. Þættirnir sem lagt var mat á voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og að ósk skóla og sveitarfélags var fjórði þáttur smiðjukerfi.
- Ytra mat á Stóru-Vogaskóla
Gerð er grein fyrir ytra mati á Stóru-Vogaskóla sem fór fram á haustönn 2013. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þar af voru þrír fyrirfram ákveðnir en fjórði matsþátturinn var ákveðinn af sveitarfélagi og skóla. Þættirnir sem lagt var mat á voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og að ósk skóla og sveitarfélags var fjórði þáttur nám nemenda með sérþarfir.
- Ytra mat á Þjórsárskóla
Í skýrslunni er gerð grein fyrir ytra mati á Þjórsárskóla sem fór fram á haustönn 2013. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þar af voru þrír fyrirfram ákveðnir en fjórði matsþátturinn var ákveðinn af sveitarfélagi og skóla. Þættirnir sem lagt var mat á voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og að ósk skóla og sveitarfélags var fjórði þáttur samkennsla árganga.
- Ytra mat á leikskólanum Örk á Hvolsvelli
Í þessari skýrslu er fjallað um ytra mat á leikskólanum Örk á Hvolsvelli sem framkvæmt var á haustönn 2013. Matið er gert á grundvelli 17. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Þættirnir sem lagt var mat á eru: leikskólinn og umhverfi hans, skólanámskrá, stjórnun og starfsfólk, uppeldi, menntun og umönnun, skólabragur og samskipti, innra mat, mat á velferð og námi barna, foreldrasamstarf og ytri tengsl, sérfræðiþjónusta og sérkennsla.