Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Skýrsla Þóris Guðmundssonar um þróunarsamvinnu lögð fram 

Þórir Guðmundsson hefur skilað utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum, sem hann vann að beiðni ráðherra. Ræddi hann við hátt í 200 manns hér heima og erlendis við vinnslu skýrslunnar auk þess sem almenningi og sérfræðingum gafst tækifæri til að senda inn athugasemdir. 
„Tillögur Þóris eru byggðar á faglegri og yfirgripsmikilli vinnu sem veitir góða yfirsýn yfir starf Íslands á sviði þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðar- og mannúðaraðstoðar. Þá er í skýrslunni að finna yfirlit yfir starfsemi annarra ríkja á þessu sviði og hvernig við getum nýtt okkur þeirra reynslu til að bæta starf okkar enn frekar,“ segir Gunnar Bragi.
Meðal tillagna skýrslunnar er að skipulag þróunarsamvinnu verði á einum stað, í utanríkisráðuneytinu, og að Ísland skerpi áherslur og fækki samstarfslöndum í því skyni að auka skilvirkni og áhrifamátt framlaga sinna. Þá er lagt til að stofnuð verði þingmannanefnd um þróunarsamvinnu, samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu verði styrkt og eftirlit með verkefnum eflt með því að taka upp árangursstjórnun í öllum þáttum þróunarsamvinnu Íslands. 
Í aðdraganda aðildar Íslands að þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) lagði hópur sérfræðinga nefndarinnar til að íslensk stjórnvöld mætu skipulag og fyrirkomulag þróunarsamvinnu út frá því hvernig hámarks árangur og skilvirkni væru tryggð, með tilliti til smæðar landsins. Samskonar greiningar og tillögur eru reglulega unnar í þeim löndum sem Ísland ber sig saman við og er til marks um góða stjórnsýslu. 
Utanríkisráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld skoði með reglubundnum hætti hvernig auka megi enn frekar árangur af þróunarstarfi og tryggja þar með að skattfé Íslendinga sé eins vel varið og kostur er. 
„Ég hvet áhugafólk um þróunarsamvinnu og þá sem starfa á þessu sviði til að kynna sér vandlega skýrslu Þóris og skiptast á skoðunum um tillögur hans,“ segir ráðherra. „Sjálfur ætla ég að kynna mér efni hennar frekar á komandi vikum og í kjölfarið taka ákvörðun um næstu skref.“ 

 

Samantekt með helstu niðurstöðum skýrslunnar.
Þróunarsamvinna Íslands: Skipulag, skilvirkni og árangur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta